Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. mars 2021 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Arnórs og Harðar hættur (Staðfest) - Ivica Olic að taka við
Victor Goncharenko er farinn frá CSKA
Victor Goncharenko er farinn frá CSKA
Mynd: Getty Images
Rússneska félagið CSKA Moskva hefur komist að samkomulagi við Victor Goncharenko um að hann láti af störfum sem þjálfari liðsns en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag.

Goncharenko, sem er frá Hvíta-Rússlandi, vakti mikla athygli fyrir árangur sinn með BATE Borisov frá 2007 til 2013 en hann gerði liðið fimm sinnum að deildarmeisturum og tókst þá að koma liðinu þrisvar sinnum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Hann þjálfaði Kuban, Ural og Ufa áður en hann tók við sem aðstoðarþjálfari hjá CSKA tímabilið 2015-2016 og var síðan gerður að aðalþjálfari eftir að Leonid Slutsky yfirgaf félagið.

CSKA og Goncharenko komust í dag að samkomulagi um að þjálfarinn láti af störfum eftir sex ára samstarf en tæpt ár er síðan hann framlengdi samning sinn við félagið.

Ivica Olic, fyrrum framherji Bayern München og króatíska landsliðsins, er að taka við liðinu en hann er í dag aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins. Olic mun stýra sinni fyrstu æfingu á morgun samkvæmt rússnesku blöðunum.

Íslensku landsliðsmennirnir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru á mála hjá CSKA sem situr í 5. sæti rússnesku deildarinnar með 40 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner