
Bandaríski leikmaðurinn Momola Adesanmi mun ekki leika með kvennaliði Grindavíkur í sumar eftir að hafa slitið krossband í leik gegn Víkingi Reykjavík í Lengjubikar kvenna núna á dögunum.
Momola fékk högg á hnéð snemma í leiknum og hefur myndataka leitt það í ljós að hún þarf að fara í aðgerð og verður frá næstu mánuði.
Momola fékk högg á hnéð snemma í leiknum og hefur myndataka leitt það í ljós að hún þarf að fara í aðgerð og verður frá næstu mánuði.
Þetta er mikið áfall fyrir Grindavík en Momola var hugsuð sem lykilmaður í varnarleik liðsins. Hún lék með Fjölni á síðasta tímabili og stöðu vonir til að hún myndi vera í stóru hlutverki hjá liði Grindavíkur í Lengjudeild kvenna í sumar.
„Hún spilaði með Fjölni á síðustu leiktíð og gerði það ágætlega," sagði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum í gær en þá var rætt um að hún væri mögulega illa meidd.
„Hún gæti reynst Grindvíkingum mjög vel ef hún fær rétta hlutverkið," sagði Rakel Logadóttir í þættinum og bætti við að Grindavík þyrfti á henni að halda. Núna er það ljóst að hún spilar hins vegar ekkert í sumar.
„Momola mun þurfa að undirgangast aðgerð á hné á næstu vikum. Knattspyrnudeild Grindavíkur mun af sjalfsögðu standa þétt við bakið á Mo í gegnum þessa erfiðu mánuði sem hún á fyrir höndum í endurhæfingu. Sendum við Mo okkar bestu strauma og vonum að hún muni snúa fljótt aftur á keppnisvöllinn," segir í tilkynningu Grindvíkinga.
Athugasemdir