Fyrrum spretthlauparinn Usain Bolt er gríðarlega mikill stuðningsmaður Manchester United.
Bolt á heimsmetið í 100 metra hlaupi en hann hefur oft á tíðum verið duglegur að tjá sig um United.
Hann var mættur á Old Trafford á dögunum og sá United vinna Fulham í ótrúlegum leik í enska bikarnum.
Hann hitti Erik ten Hag eftir leikinn og tók gott spjall við stjórann.
„Það fyrsta sem ég sagði við hann var 'Takk fyrir'. Það var það fyrsta sem ég sagði og hann sagði 'Takk fyrir hvað?' Þá sagði ég 'fyrir að færa okkur dýrðardaga aftur," sagði Bolt.
Athugasemdir