Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 16:14
Brynjar Ingi Erluson
U19: Ekki lengur möguleiki á að komast áfram eftir tap gegn Austurríki
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska drengjalandslið skipað leikmönnum 19 ára og yngri á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins eftir að hafa tapað fyrir Austurríki, 3-1, í milliriðli undankeppninnar í Balmazujvaros í Ungverjalandi í dag.

Austurríki komst í tveggja marka forystu á rúmum fimmtán mínútum en Daði Berg Jónsson minnkaði muninn eftir stoðsendingu Daníels Inga Jóhannessonar undir lok hálfleiksins.

Aðeins rúmri mínútu síðar svaraði Fabian Feiner fyrir Austurríki og staðan í hálfleik 3-1.

Hálftíma fyrir leikslok gat Ísland komið sér aftur inn í leikinn er það fékk vítaspyrnu en Daníel Ingi klikkað af punktinum.

Annað tap Íslands staðreynd og liðið án stiga á botninum fyrir lokaumferðina.

Ísland mætir Ungverjalandi í lokaleik riðilsins á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner