Miðverðirnir Virgil van Dijk og Pau Cubarsí mættust í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar fyrir helgi og talaði Van Dijk vel um unga kollega sinn að leikslokum, eftir að Cubarsí þurfti að fara meiddur af velli á 41. mínútu.
Stórþjóðirnar gerðu 2-2 jafntefli á Spáni og hafði hinn 33 ára Van Dijk ekkert nema jákvætt að segja um 18 ára gamlan Cubarsí.
„Pau Cubarsí er stórkostlegur leikmaður, hann er gjörsamlega framúrskarandi. Að geta spilað á þessu gæðastigi aðeins 18 ára gamall er virkilega magnað," sagði Van Dijk eftir jafnteflið.
„Hann er góður á öllum sviðum varnarleiksins og meira að segja að senda boltann. Hann er góður að gefa langar sendingar."
Van Dijk er sjálfur þekktur fyrir að vera með öflugan hægri fót, bæti þegar kemur að því að senda boltann og skjóta honum á markið.
Cubarsí er í mikilvægu hlutverki í gríðarlega sterku liði Barcelona þar sem hann hefur tekið þátt í 42 leikjum það sem af er tímabils. Hann á nú þegar 6 A-landsleiki að baki fyrir Spán eftir að hafa verið lykilmaður upp yngri landsliðin.
Athugasemdir