fim 22. apríl 2021 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Man Utd ruddust á æfingasvæðið
Solskjær og Matic ræddu við stuðningsmenn
Solskjær og Matic ræddu við stuðningsmenn
Mynd: Getty Images
Hópi stuðningsmanna Manchester United tókst að ryðja sér leið inn á æfingasvæði félagsins í morgun.

Stuðningsmennirnir voru um 20 í heildina og mættu til að mótmæla eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar á Man Utd.

Glazer fjölskyldan á meirihlutann í knattspyrnufélaginu og eru stuðningsmenn ekki sáttir með framferði eigendanna, sem hafa átt meirihluta í félaginu síðan 2005.

Stuðningsmenn voru að mótmæla í morgun í kjölfar misheppnaðrar tilraunar til að stofna evrópska Ofurdeild í knattspyrnu. Þeir tóku borða með sér sem stóð meðal annars á: '51% MUFC', 'Út með Glazer's' og 'Við ákveðum hvenær þið spilið'.

Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Darren Fletcher og Nemanja Matic ræddu við stuðningsmennina sem yfirgáfu svo æfingasvæðið.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner