Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mán 22. apríl 2024 19:51
Elvar Geir Magnússon
Glódís eins og veggur í enn einum sigri Bayern
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Getty Images
Bayern München 3 - 0 Werder Bremen
1-0 Magdalena Ericsson ('48 )
2-0 Jovana Damnjanovic ('57 )
3-0 Georgia Stanway ('90 )

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern München og spilaði allan leikinn í öruggum 3-0 sigri gegn Werder Bremen í þýsku kvennadeildinni í kvöld.

Bayern hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu, er með 16 sigra í 19 leikjum og er á toppnum með sjö stiga forystu á Wolfsburg.

Bayern getur innsiglað sigur í deildinni í næstu umferð en þá leikur liðið gegn Bayer Leverkusen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner