Í Innkastinu var rætt um gagnrýni sem George Nunn, sóknarmaður HK, fékk eftir tapleikinn gegn FH í Bestu deildinni um helgina.
Þessi 22 ára leikmaður kom til HK rétt fyrir tímabilið en hann þótti mikið efni og var í akademíu Chelsea.
Þessi 22 ára leikmaður kom til HK rétt fyrir tímabilið en hann þótti mikið efni og var í akademíu Chelsea.
Lestu um leikinn: HK 0 - 2 FH
„Atli Hrafn Andrason gat ekkert á þeim 82 mínútum sem hann spilaði áður en hann lét svo reka sig útaf. George Nunn sömuleiðis, gaf liðinu bara alls ekki neitt. Ef við værum í körfubolta þá væri hann útlendingur sem yrði sendur heim eftir þessa fyrstu þrjá leiki," skrifaði Sverrir Mar Smárason íþróttafréttamaður á Vísi í umfjöllun um leikinn.
HK er með eitt stig eftir þrjár umferðir og Nunn á enn eftir að koma sér á blað en hann komst þó nálægt því að skora í fyrstu umferð, þegar hann átti sláarskot hjá KA.
HK er með tvo erlenda leikmenn í sínum röðum og báðir hafa þeir fengið talsverða gagnrýni, hinn leikmaðurinn er Marciano Aziz en miklar væntingar voru gerðar til hans þegar hann kom fyrir síðasta tímabil. Aziz hafði leiki vel með Aftureldingu í Lengjudeildinni en hefur alls ekki fundið sig með HK-ingum.
Athugasemdir