ÍBV og KR hafa náð samkomulagi um að Vicente Valor gangi aftur til liðs við ÍBV. ÍBV kaupir Valor til baka frá KR sem hélt í Vesturbæinn eftir síðasta tímabil
Valor er 26 ára og yfirgaf ÍBV eftir síðustu leiktíð og hefur nú snúið aftur nokkrum mánuðum síðar.
Valor er 26 ára og yfirgaf ÍBV eftir síðustu leiktíð og hefur nú snúið aftur nokkrum mánuðum síðar.
Spænski miðjumaðurinn kom við sögu í sjö leikjum hjá KR en hann lék 27 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð og skoraði ellefu mörk. Hann skrifar undir þriggja ára samning við ÍIBV og er klár í slaginn fyrir leik gegn Fram á fimmtudaginn.
„Það er gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur Eyjamenn að endurheimta Vicente. Vicente er frábær miðjumaður og mun án nokkurs vafa verða lykilmaður í okkar liði," er haft eftir Þorláki Árnasyni, þjálfara ÍBV, í tilkynningu frá ÍBV
Athugasemdir