Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 17:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
ÍBV kaupir Valor aftur frá KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV og KR hafa náð samkomulagi um að Vicente Valor gangi aftur til liðs við ÍBV. ÍBV kaupir Valor til baka frá KR sem hélt í Vesturbæinn eftir síðasta tímabil

Valor er 26 ára og yfirgaf ÍBV eftir síðustu leiktíð og hefur nú snúið aftur nokkrum mánuðum síðar.

Spænski miðjumaðurinn kom við sögu í sjö leikjum hjá KR en hann lék 27 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð og skoraði ellefu mörk. Hann skrifar undir þriggja ára samning við ÍIBV og er klár í slaginn fyrir leik gegn Fram á fimmtudaginn.

„Það er gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur Eyjamenn að endurheimta Vicente. Vicente er frábær miðjumaður og mun án nokkurs vafa verða lykilmaður í okkar liði," er haft eftir Þorláki Árnasyni, þjálfara ÍBV, í tilkynningu frá ÍBV
Athugasemdir
banner