'Ég veit hversu erfitt það er að komast hingað, og með því að sýna frá minni vegferð, þá vonast ég til þess að veita leiðbeiningar og innblástur til þeirra sem vilja eltast við drauminn um að hafa fótbolta að atvinnu.'
'Á fundi mínum með Óskari þá sagði hann mér hver sýn félagsins á mig væri og metnaðurinn sannfærði mig um að taka skrefið'
'Annað sem stóð upp úr var hversu mikil fjölskylda ÍBV er sem félag — allir að styðja við hvern annan, og mér leið eins og ég væri hluti af þeirri fjölskyldu alveg frá byrjun.'
'Það sem ég naut mest var daglega rútínan — að fá að æfa með liðinu á svona einstökum leikvangi, með fjöllin og sjóinn í bakgrunni, var ótrúlegt.'
Vicente Valor er 27 ára spænskur miðjumaður sem er á leið í sitt annað tímabil hér á Íslandi. Hann samdi við ÍBV fyrir síðasta tímabil og var lykilmaður í liði Eyjamanna sem varð Lengjudeildarmeistari á síðasta tímabili.
Síðasta haust hafði KR áhuga á að fá hann í sínar raðir, Valor stökk á það tækifæri og gerði samning við KR út tímabilið 2027. Spænski miðjumaðurinn ræddi við Fótbolta.net um komuna til Íslands, ÍBV, Vestmannaeyjar og KR.
Síðasta haust hafði KR áhuga á að fá hann í sínar raðir, Valor stökk á það tækifæri og gerði samning við KR út tímabilið 2027. Spænski miðjumaðurinn ræddi við Fótbolta.net um komuna til Íslands, ÍBV, Vestmannaeyjar og KR.
Þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um
„Tækifærið að koma til Íslands kom eftir að ég spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Ég var að leitast eftir tækifæri til að spila atvinnumannabolta. Þjálfarinn minn sagði mér að hann þekkti til aðila á Íslandi og spurði hvort ég vildi fara á reynslu. Ég sagði já um leið," segir Valor.
„Nokkrum dögum seinna sagði þjálfarinn mér að ég þyrfti að fara til Íslands og spila tvo æfingaleiki. Ég spilaði á föstudegi og aftur á laugardegi og Hermann, þjálfari ÍBV, var hrifinn af því sem ég sá, og ákvað að fá mig til félagsins. Þetta var snemma í desember og ég kom svo til Íslands 6. febrúar í fyrra."
Hvað hugsaðir þú þegar þú fékkst tilboðið frá ÍBV?
„Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Ég var mjög glaður og þakklátur fyrir tækifærið sem Hermann, Óskar og stjórnin veitti mér, því ég veit að það er ekki auðvelt að vera seldur á leikmann sem er að koma úr háskólaboltanum. Ég sagði já um leið, vitandi að markmið félagsins væri að komast aftur upp í efstu deild."
Mikil samheldni og fjölskyldustemning
Valor skoraði átta mörk í 20 leikjum með ÍBV í Lengjudeildinni og var valinn í lið ársins.
„Síðasta tímabil var mjög sérstakt fyrir mig því það var mitt fyrsta ár á Íslandi, og við komumst upp um deild. Hópurinn náði vel saman og liðsandinn í klefanum var mjög sterkur. Þjálfarateymið; Hermann, Lewis og Elli, ásamt stjórninni, hugsuðu vel um okkur. Það var mikill taktur í öllum að ná markmiðinu og það gerði tímabilið sérstakt."
Var eitthvað sem kom þér á óvart fótboltalega eða í Vestmannaeyjum?
„Saga félagsins, því þegar ég kom vissi ég ekki mikið um ÍBV. Ég komst að því að hún væri rík og ég var hrifinn. Annað sem stóð upp úr var hversu mikil fjölskylda ÍBV er sem félag — allir að styðja við hvern annan, og mér leið eins og ég væri hluti af þeirri fjölskyldu alveg frá byrjun."
„Það sem ég naut mest var daglega rútínan — að fá að æfa með liðinu á svona einstökum leikvangi, með fjöllin og sjóinn í bakgrunni, var ótrúlegt. Leikdagar voru líka mjög skemmtilegir, stuðningsmenn mættu alltaf og studdu okkur í okkar baráttu um sæti í efstu deild."
Erfitt en rétt skref
ÍBV tókst ætlunarverkið og komst upp úr Lengjudeildinni. Valor var spurður hvort það hefði verið erfitt að yfirgefa félagið.
„Þetta var erfið ákvörðun því allir hjá ÍBV komu ótrúlega vel fram við mig. Allt frá Hermanni til Gurru, Óskars og ráðamanna, allir létu mér líða eins og ég væri hluti af fjölskyldu. Að kveðja var erfitt, en mér leið eins og þetta væri skref sem ég yrði að taka til að halda þróun minni sem fótboltamanni áfram."
„Ég heyrði fyrst af áhuga KR snemma í október þegar ég var kominn til Spánar. Ég var heima hjá mér þegar þeir höfðu samband. Eins og ég segi þá var ákvörðunin ekki auðveld, en ég vissi að þetta var rétta ákvörðunin fyrir minn feril."
„Það sem heillaði mig mest við KR var saga félagsins, krafan er mjög mikil og metnaðarfull markmið. Á fundi mínum með Óskari þá sagði hann mér hver sýn félagsins á mig væri og metnaðurinn sannfærði mig um að taka skrefið."
Nýr kafli
Nú er Valor búinn að vera nokkra mánuði hjá KR, hver er stærsti munurinn á félögunum?
„Ég vil helst ekki einbeita mér að því að horfa á muninn á liðunum sem ég spila fyrir vegna þess að ég trúi því að lífið snúist um mismunandi stig. Á síðasta ári var hjá ÍBV og núna er ég með fulla einbeitingu á tíma minn hjá KR. Ég hugsa með hlýju til tímans í Vestmannaeyjum og núna lifi ég þennan nýja kafla og er mjög spenntur. Í stað þess að vera í samanburði, þá vel ég að njóta hvers stigs fyrir sig og gef mig allan í öll augnablik."
Vill vinna deildina
Valor setur stefnuna hátt, aðspurður hvað hann vilji afreka með KR segir hann að hann vilji vinna deildina og spila í Evrópukeppnum.
Hans uppáhaldsstaða er miðsvæðis. „Annað hvort sem sexa eða átta."
Vill sýna heiminum frá upplifuninni
Eitt af því sem hefur vakið athygli eftir að Valor kom til Íslands er Instagram reikningur hans. Hann er með rúmlega 20 þúsund fylgjendur og er duglegur að sýna og segja frá því hvað hann sé að gera; segir frá leikjum sem hann hefur spilað og sýnir frá æfingum.
„Ég byrjaði að sýna frá mínu daglega lífi á Instagram af því að vinur minn sem hjálpar mér með reikninginn hvatti mig til þess. Hann sagði mér að reynsla mín á Íslandi væri einstök og ekki margir á Spáni sem fá að upplifa eitthvað eins og þetta. Ísland er heillandi land og að spila fótbolta hér er auðgandi upplifun, svo ég vildi sýna heiminum frá því."
„Ein af aðalástæðunum fyrir því að ég geri þetta er til þess að hjálpa öðrum sem dreyma um að verða atvinnumenn í fótbolta. Ég veit hversu erfitt það er að komast hingað, og með því að sýna frá minni vegferð, þá vonast ég til þess að veita leiðbeiningar og innblástur til þeirra sem vilja eltast við drauminn um að hafa fótbolta að atvinnu."
„Svo er ég líka að gera þetta fyrir fjölskylduna. Þegar ég var í Bandaríkjunum sýndi ég ekki frá miklu og fjölskyldan vissi lítið hvað ég var að gera. Núna, í gegnum Instagram, geta þau fylgst með mér á hverjum degi, séð hvernig ég lifi og geta séð að mér gengur vel."
Valor var aðspurður út í viðbrögð þeirra sem fylgjast með. „Ég fæ mikil viðbrögð, ekki bara frá Spáni heldur líka frá Suður-Ameríku og annars staðar þar sem er töluð spænska. Við höfum byggt upp frábært samfélag og ég reyni alltaf að svara eins mörgum og ég get. Ég veit að með því að sýna frá minni reynslu þá er ég að hjálpa mörgum, svo það hefur orðið mikilvægur hluti af mínu daglega lífi — eitthvað sem ég virkilega nýtt þess að gera," segir Valor.
Næst á dagskrá er úrslitaleikur Bose-mótsins gegn Víkingi á föstudag og um aðra helgi heimsækir KR Akureyri og mætir KA í 1. umferð Bestu deildarinnar.
Athugasemdir