Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 12:54
Elvar Geir Magnússon
Man Utd þarf að selja til að geta keypt Cunha
Matheus Cunha.
Matheus Cunha.
Mynd: EPA
Eins og fjallað hefur verið um þá er Manchester United að vinna í því að kaupa sóknarleikmanninn Matheus Cunha frá Wolves. Brasilíumaðurinn er með 62,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum.

Jamie Jackson, íþróttafréttamaður Guardian, segir að Manchester United þurfi að fjármagna kaupin með því að selja Marcus Rashford eða einhverja aðra leikmenn.

Rashford er á láni hjá Aston Villa og félagið er með möguleika á að kaupa hann fyrir 40 milljónir punda. Möguleiki er á að United geti selt hann fyrir hærri upphæð til annars félags.

Rashford er með um 365 þúsund pund í vikulaun og það myndi losa um mikið fjármagn að selja hann. Guardian segir ljóst að Rashford muni ekki spila aftur fyrir United á meðan Rúben Amorim er við stjórnvölinn.

Jadon Sancho, Antony, Casemiro og Rasmus Höjlund eru aðrir leikmenn sem mögulega gætu verið seldir. Auk Cunha vill Amorim einnig fá sóknarmanninn Liam Delap frá Ipswich.
Athugasemdir
banner