Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig myndi Cunha passa inn í lið Man Utd?
Matheus Cunha.
Matheus Cunha.
Mynd: EPA
Cunha getur bæði spilað sem tía og sem sóknarmaður. Hann passar því vel inn í kerfi Rúben Amorim.
Cunha getur bæði spilað sem tía og sem sóknarmaður. Hann passar því vel inn í kerfi Rúben Amorim.
Mynd: Mirror
Cunha í leik gegn Man Utd.
Cunha í leik gegn Man Utd.
Mynd: EPA
Matheus Cunha er leikmaður sem Manchester United virðist hafa mikinn áhuga á að kaupa. Fabrizio Romano sagði frá því í gær að United væri að leiða kapphlaupið um þennan 25 ára gamla Brasilíumann.

Cunha hefur verið lykilmaður fyrir Úlfana síðustu árin en á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað 16 mörk í 31 leik.

Cunha er með 62,5 milljón punda riftunarverð í samningi sínum sem United þarf að borga en leikmaðurinn er mjög áhugasamur um að ganga í raðir félagsins. Man Utd hefur fundað með leikmanninum og hafa þeir fundir gengið vel.

En hvernig mun hann passa inn í lið Man Utd á næsta tímabili?

Mirror hefur tekið saman þrjú möguleg byrjunarlið United á næstu leiktíð eftir þessar fréttir af Cunha. Rúben Amorim horfir á hann sem eina af tveimur tíum í kerfi sínu. Hann leiki þá fyrir aftan sóknarmanninn.

Cunha getur einnig spilað bara sem fremsti maður og hann gefur því Amorim möguleika ef hann gengur í raðir United.

Í fyrsta mögulega byrjunarliðinu veltir Mirror því upp að Man Utd kaupi bæði Cunha og Liam Delap, sóknarmann Ipswich Town. Liðið verði þá svona: Onana; Martinez, De Ligt, Yoro; Dorgu, Ugarte, Mainoo, Mazraoui; Fernandes, Cunha; Delap.

Í öðru mögulega byrjunarliðinu er liðinu stillt upp þannig að Cunha verði fremsti maður og enginn annar leikmaður bætist við. Liðið verði þá svona: Onana; Martinez, De Ligt, Yoro; Dorgu, Ugarte, Mainoo, Mazraoui; Fernandes, Mount; Cunha.

Í þriðja möguleikanum gengur svo allt upp, United vinnur Evrópudeildina og fer í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Cunha bætist við ásamt Liam Delap frá Ipswich. Einnig kemur Tyler Dibling frá Southampton og spilar tíuna ásamt Cunha.

Liðið verði þá svona: Onana; Martinez, De Ligt, Yoro; Dorgu, Ugarte, Fernandes, Mazraoui; Dibling, Cunha; Delap.

Það eru alls konar möguleikar í þessu en það er ljóst að Cunha myndi styrkja United mikið.
Athugasemdir
banner