„Þetta var skemmtilegur leikur. Tvö góð lið og vel tekist á. Þeir sem vilja spennu og fótbolta fengu vel fyrir sinn snúð í kvöld,“ Segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-2 jafntefli við Breiðablik í Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 2 Breiðablik
Leikurinn var mikil skemmtun, Ólafur var sammála undirrituðum með það að leikurinn í kvöld hafi verið góð auglýsing fyrir Bestu deild kvenna.
„Mér fannst bæði lið vera sómi af þessum leik. Ég var nú samt mest með einbeitinguna á mínu liði. Ég var mjög ánægður með spilamennskuna, við vorum fastar fyrir og gáfum Breiðablik ekki mikið af færi á meðan við sköpuðum góð færi. Súr með það að fara ekki með þrjú stig,“
Ólafur segir að heppnin hafi ekki verið með sínu liði í dag. Þróttarar vildu meina að Hreinn Magnússon, dómari leiksins, hefði átt að benda á vítapunktinn undir lok leiks. Kristín Dís Árnadóttir fékk þá boltann í höndina eftir fyrirgjöf Caroline Murray.
„Við gerðum tilkall í vítaspyrnu útaf okkur fannst hann fara í hendina. Þetta er atvik sem menn verða ekki sammála um. Óþarfi að tala um þetta vegna þess að leikurinn var það góður að eitt vafaatriði ekki eitthvað sem ég nenni að hanga í“
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir