Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
   þri 22. apríl 2025 21:39
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegur leikur. Tvö góð lið og vel tekist á. Þeir sem vilja spennu og fótbolta fengu vel fyrir sinn snúð í kvöld,“ Segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-2 jafntefli við Breiðablik í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Breiðablik

Leikurinn var mikil skemmtun, Ólafur var sammála undirrituðum með það að leikurinn í kvöld hafi verið góð auglýsing fyrir Bestu deild kvenna.

„Mér fannst bæði lið vera sómi af þessum leik. Ég var nú samt mest með einbeitinguna á mínu liði. Ég var mjög ánægður með spilamennskuna, við vorum fastar fyrir og gáfum Breiðablik ekki mikið af færi á meðan við sköpuðum góð færi. Súr með það að fara ekki með þrjú stig,“

Ólafur segir að heppnin hafi ekki verið með sínu liði í dag. Þróttarar vildu meina að Hreinn Magnússon, dómari leiksins, hefði átt að benda á vítapunktinn undir lok leiks. Kristín Dís Árnadóttir fékk þá boltann í höndina eftir fyrirgjöf Caroline Murray.

„Við gerðum tilkall í vítaspyrnu útaf okkur fannst hann fara í hendina. Þetta er atvik sem menn verða ekki sammála um. Óþarfi að tala um þetta vegna þess að leikurinn var það góður að eitt vafaatriði ekki eitthvað sem ég nenni að hanga í“

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner