Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   þri 22. apríl 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Breki Kárason.
Sigurður Breki Kárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Rafn Pálmason skoraði þrennu gegn KÁ.
Alexander Rafn Pálmason skoraði þrennu gegn KÁ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR mætir ÍBV í næstu umferð bikarsins.
KR mætir ÍBV í næstu umferð bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst frábærlega á það, eins og allt bara þessa dagana," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag þegar dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. KR tekur á móti ÍBV á heimavelli í næstu umferð.

„Við mætum þeim í deildinni nokkrum dögum áður á sama velli. Það verður mjög skemmtilegt."

KR mætti KÁ úr 4. deild í 32-liða úrslitunum og lenti ekki í miklum vandræðum þar. Leikurinn endaði með 11-0 sigri KR-inga.

„Maður getur alltaf tekið eitthvað út úr leikjum. Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er og hvernig þeir fara. Í þeim leik fannst mér við ná að halda skipulagi langstærstan hluta leiksins og ákveðnu hugarfari. Við féllum ekki í það að það ætluðu allir að skora tíu mörk og gera þetta upp á eigin spýtur. Við náðum að halda ágætis liðsbrag allan leikinn."

„Það var gaman að sjá ungu mennina sem voru í stóru hlutverki og fengu dýrmætar mínútur í fullorðinsfótbolta. Það var fullt jákvætt og til dæmis það að Matthias Præst kemur inn á og fær sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist."

Óskar vill hrósa KÁ. „Það má svo sannarlega hrósa KÁ sem hjálpaði til við að gera þennan leik skemmtilegan með því að reyna að spila fótbolta og einhvern veginn falla á eigin sverð. Mér fannst það flott hjá þeim og þeir verða örugglega mjög öflugir í 4. deildinni í sumar."

Ungu leikmennir að grípa fyrirsagnirnar
Ungu leikmennirnir hjá KR hafa verið að grípa fyrirsagnirnar í síðustu leikjum. Sigurður Breki Kárason, 15 ára, byrjaði óvænt gegn Val á dögunum og Alexander Rafn Pálmason, einnig 15 ára, skoraði þrennu gegn KÁ í bikarnum. Þetta eru gríðarlega efnilegir leikmenn.

„Þetta eru ekki gæjar sem maður þarf að berja niður og passa að þeir haldi sér á jörðinni," segir Óskar. „Þeir eru mjög rólegir og jarðbundnir ungir menn. Það þarf aðallega að passa upp á það að álagið sé rétt."

„Við þurfum að fara vel með þá og velja réttu augnablikin til að spila þeim. Við megum ekki ofnota þá. Það er stærsta verkefnið okkar og að hjálpa þeim að þróast áfram. Þeir eru feykilega efnilegir og gaman að vinna með þeim."

Það hlýtur að vera gaman fyrir þig og ekki síður stuðningsmenn KR að sjá þessa leikmenn koma upp?

„Það er auðvitað bara frábært fyrir félagið. Það er mjög gaman fyrir mig að vinna með þeim. Fyrst og síðast er það bara frábært fyrir KR að eiga leikmenn sem geta komið svona ungir inn og ekki bara verið einhver súkkulaði. Þeir geta virkilega gert gæfumuninn á köflum. Það er enginn sigur unnin hjá þeim eða okkur. Þetta er bara rétt að byrja. Við þurfum að halda rétt á spilunum," sagði Óskar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner