Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 22. maí 2020 08:19
Magnús Már Einarsson
Varnarmenn orðaðir við Man Utd
Powerade
Samuel Umtiti.
Samuel Umtiti.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang
Pierre-Emerick Aubameyang
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin hafa tekið saman það helsta úr blöðunum í dag. Njótið!



Barcelona hefur lækkað verðmiðann á Samuel Umtiti (26) niður í 27 milljónir punda en Manchester United og Arsenal hafa sýnt honum áhuga. (Sport)

Manchester United hefur sett miðvörð efstan á óskalistann í sumar. Kalidou Koulibaly (28) gæti komið frá Napoli en PSG hefur ekki lengur áhuga á honum. (Express)

Miralem Pjanic (30) miðjumaður Juentus ætlar að hafna félögum í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Chelsea hefur meðal annars sýnt honum áhuga. (Mundo Deportivo)

Real Madrid og Manchester United gætu neyðst til að bíða í tvö ár eftir að fá Erling Braut Haaland (19) frá Borussia Dortmund en 75 milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans verður ekki virkt fyrr en árið 2022. (Evening Standard)

Arsenal ætlar að reyna að fá svissneska varnarmanninn Manuel Akanji (24) frá Dortmund á 25 milljónir punda. (Sun)

Arsenal er að berjast við Everton um Adrien Rabiot /25) miðjumann Juventus. Hann gæti spilað við hlið landa síns Matteo Guendouzi (21) á miðjunni hjá Arsenal. (Le 10 Sport)
PSG vill fá Pierre-Emerick Aubameyang (30) frá Arsenal en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. (Le10 Sport)

Leicester er í bílstjórasætinu í baráttunni um Kristoffer Ajer (22) miðvörð Celtic en Manchester City, Wolves og Everton hafa einnig áhuga. (90min.com)

Emre Can (26) miðjumaður Dortmund, segir að hann myndi aldrei skrifa undir hjá Manchester United þar sem hjarta hans myndi aldrei leyfa það eftir að hann spilaði með Liverpool. (Mirror)

Crystal Palace ætlar að reyna að fá kantmanninn Ryan Fraser (26) frá Bournemouth en hann verður samningslaus í sumar. Fraser vill fara til Tottenham en Jose Mourinho er ekki viss um að hann hafi það sem til þarf til að spila með topp sex liði. (Express)

Manchester United ætlar að kaupa vinstri bakvörðinn Nuno Mendes (17) frá Sporting Lisabon á tíu milljónir punda eftir meðmæi frá Nani. (Star)
Athugasemdir
banner
banner