Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 22. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fullvissaði stuðningsmenn um að Mbappe myndi semja við Real Madrid - „Ég er bjáni"
Kylian Mbappe fer ekki í treyju Real Madrid á næstu árum og jafnvel aldrei
Kylian Mbappe fer ekki í treyju Real Madrid á næstu árum og jafnvel aldrei
Mynd: EPA
Josep Pedrerol, fréttamaður á spænsku sjónvarpsstöðinni El Chiringuito, sá sig tilneyddan að biðjast afsökunar í þætti sínum í gær en hann hafði lofað því að Kylian Mbappe myndi ganga í raðir Real Madrid.

Pedrerol fullvissaði stuðningsmenn Madrídinga að Mbappe væri búinn að ná samkomulagi við félagið og það væri stutt í að það yrði tilkynnt.

Mbappe tók svakalega U-beygju á síðustu dögum og ákvað að framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain til næstu þriggja ára.

PSG bauð honum gull og græna skóga. Ekki nóg með það heldur afhenti stjórnin honum lyklana að veldinu.

Pedrerol baðst afsökunar á því sem hann sagði um Mbappe í þætti sínum en allt við þetta myndband er kómískt.

„Þegar Mbappe gerði þetta samkomulag þá sagði ég ykkur frá því. Ég lofaði ykkur því að hann myndi spila fyrir Real Madrid. Ég er bjáni og ég er heimskur. Ég trúi því sem fólk segir við mig en ég mun læra af þessu," sagði Pedrerol í dramatísku myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner