Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Kulusevski: Conte er sigurvegari og ég vil halda honum hér
Dejan Kulusevski
Dejan Kulusevski
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Dejan Kulusevski, leikmaður Tottenham, var hæstánægður með 5-0 sigur liðsins á Norwich í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en þetta þýðir að Tottenham spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Kulusveski skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í leiknum en hann hefur átt magnað tímabil síðan hann kom á láni frá Juventus í janúarglugganum.

„Þetta var mjög gott. Þetta er nákvæmlega eins og ég hafði vonað að þetta myndi gerast og jafnvel betra. Við gerðum það sem við þurftum. Tímabilið er búið og ég get ekki beðið eftir því að fagna með fjölskyldunni."

„Við vorum mjög spenntir. Það er ekkert 100 prósent öruggt í fótbolta og getur allt gerst,"
sagði Kulusevski.

Hann klúðraði risafæri eftir klukkutimaleik en bætti upp fyrir það með marki stuttu síðar.

„Ég skammaðist mín eftir það sem gerðist áður. Ég hugsaði að ég gæti ekki klárað tímabilið á þennan hátt. Þetta eru mín mörk."

„Ég var bara ánægður því tímabilið er búið. Ég gerði allt sem ég gat og er ánægður með hvernig þetta hefur spilast síðustu fjóra mánuði,"


Kulusevski vonar að Conte verði áfram stjóri félagsins en Svíinn vonar að hann verði stjórinn hans á næsta tímabili.

,Antonio Conte er sigurvegari. Hann gerir allt sem þarf til að vinna og er algjör fyrirmynd. Ég vil að hann verði áfram og verði stjórinn minn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner