Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas á leið til Gent og verður dýrastur í sögu Lyngby
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lyngby hefur samþykkt tilboð frá belgíska félaginu Gent í Andra Lucas Guðjohnsen. Þetta kemur fram á Bold í Danmörku og þar segir jafnframt að um metupphæð sé að ræða fyrir Lyngby.

Kaupverðið er um 3 milljónir evra en Andri verður þá dýrastur í sögu Lyngby. Fram kemur í dönskum fjölmiðlum að sala Lyngby á Maurits Kjærgaard til Salzburg 2019 sé sú stærsta í sögu félagsins til þessa en hann kostaði 2,7 milljónir evra.

Andri, sem er 22 ára landsliðsmaður, hóf tímabilið á láni hjá Lyngby frá Norrköping en fyrr á þessu ári kláraði danska félagið kaup á framherjanum.

Andri Lucas er næst markahæsti leikmaður dönsku Superliga með 13 mörk skoruð á tímabilinu.

Ef Andri fer til Gent, þá mun hann fylgja í fótspor bæði föður síns og afa síns. Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen spiluðu báðir í Belgíu.

Andri Lucas er í landsliðshópi Íslands sem mætir Englandi og Hollandi í vináttulandsleikjum í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner