Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Lookman: Eitt af bestu kvöldum lífs míns
Ademola Lookman fagnar í kvöld.
Ademola Lookman fagnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ademola Lookman var hetja kvöldsins í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem hann skoraði öll mörk leiksins í 3-0 sigri Atalanta gegn Bayer Leverkusen.

Atalanta sýndi flotta frammistöðu gegn sterku liði Leverkusen sem búist var við að myndi stjórna úrslitaleiknum, en svo reyndist ekki. Leverkusen átti slakan leik þar sem andstæðingarnir í liði Atalanta virtust betri á öllum sviðum í kvöld.

„Þetta er eitt af bestu kvöldum lífs mins, við unnum titilinn. Við unnum titilinn! Ég veit ekki hvað ég á að segja en þetta er stórkostleg tilfinning. Strákarnir stóðu sig ótrúlega vel í kvöld," sagði Lookman við TNT Sports að leikslokum.

Þetta var þriðji úrslitaleikur Atalanta á tímabilinu og sá fyrsti sem liðið vinnur. Ítalir eru frekar hjátrúarfullir og það eru Nígeríumenn einnig, en Lookman er ættaður frá Nígeríu og hefur núna búið á Ítalíu í tvö ár.

„Þeir segja að maður sé heppinn í þriðja skiptið og það gerðist fyrir okkur í dag. Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Við munum 100% fagna þessu í kvöld."

Það er því ljóst að leikmenn Atalanta munu skemmta sér vel eftir þennan sögulega sigur í Dublin. Þetta er fyrsti stóri titill sem Atalanta vinnur síðan 1963 og aðeins sá annar í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner