Aron Bjarnason átti dúndurleik fyrir Blika í 3-1 sigri á ÍBV í dag.
"Við vorum frekar sloppy í fyrri hálfleik í dag, þeir mættu aðeins meira tilbúnir. Við fengum samt einhverja sénsa og náðum marki fyrir hlé sem var mjög mikilvægt."
"Við vorum frekar sloppy í fyrri hálfleik í dag, þeir mættu aðeins meira tilbúnir. Við fengum samt einhverja sénsa og náðum marki fyrir hlé sem var mjög mikilvægt."
Var gamla góða vanmatið að stríða Blikum gegn botnliðinu?
"Þeir voru grimmari í byrjun og við þurfum að skoða út af hverju það var. Það var gott fyrir mig að ná að leggja upp þessi tvö mörk, í seinni hálfleik settu þeir hann meira á bakvið vörnina fyrir mig svo ég gæti keyrt á þá og ég bara gerði það."
Í lok viðtalsins birtist Ágúst þjálfari og þá var ekki úr vegi að spyrja Aron hvort að hans nafn ætti ekki að verða fyrst á byrjunarliðsblaðið hjá Gústa eftir frammistöðurnar að undanförnu?
"Jú það hlýtur bara vera, ég er búinn að sýna það að ég á það sæti skilið"
Nánar er rætt við Aron í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir