Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. júní 2022 18:37
Brynjar Ingi Erluson
Fjórða mark Hólmberts í bikarnum - Brynjólfur kominn á blað og Alfons lagði upp
Hólmbert gerði fjórða mark sitt í norska bikarnum
Hólmbert gerði fjórða mark sitt í norska bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði fyrir Kristiansund
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði fyrir Kristiansund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru báðir á skotskónum í 64-liða úrslitum norska bikarnum í kvöld og þá lagði Alfons Sampsted upp fyrir Bodö/Glimt í stórsigri.

Hólmbert Aron var í byrjunarliði Lilleström í 2-1 sigri á Junkeren en liðið lenti undir snemma leiks áður en Hólmbert jafnaði metin með góðum skalla úr teignum aðeins sjö mínútum síðar. Lilleström náði svo inn sigurmarkinu undir lok fyrri hálfleiks en Hólmbert var skipt af velli undir lok leiksins.

Þetta var fjórða mark Hólmberts í bikarnum í ár en hann gerði einmitt þrennu í síðustu umferð.

Brynjólfur var þá í byrjunarliði Kristiansund sem vann Strindheim, 3-1. Hann kom liðinu í 2-1 með laglegu marki eftir glæsilegan undirbúning frá Sander Kartum. Brynjólfur fór af velli á 52. mínútu leiksins.

Alfons Sampsted lagði upp fimmta mark Bodö/Glimt í 5-0 sigri á Harstad. Hann átti góða fyrirgjöf inn í teiginn sem Isak Helstad Amundsen skilaði í netið. Alfons var skipt af velli á 65. mínútu.

Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Viking, fékk frí er liðið vann Vart Haugesund 2-1. Samúel Kári Friðjónsson kom hins vegar inná sem varamaður á 62. mínútu. Sigurmarkið kom eftir hornspyrnu Samúels.

Bjarni Mark Antonsson spilaði allan leikinn á miðjunni er Start vann Arendal, 3-2. Ari Leifsson var í byrjunarlið Strömsgodset sem tapaði óvænt fyrir Gjovik-Lyn í framlengingu. Hann fór af velli á 72. mínútu.

Lærisveinar Jóhannesar Harðarsonar í Floy eru þá úr leik í bikarnum þetta árið eftir 3-2 tap fyrir Odd í framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner