banner
   mið 22. júní 2022 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Zidane um starfið hjá PSG: Aldrei segja aldrei
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane ætlar ekki að útiloka það að taka við Paris Saint-Germain í framtíðinni en það mun þó ekki gerast alveg strax. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist við kappann í L'Equipe á morgun.

Franskir fjölmiðlar halda því fram að Zidane hafi hafnað þremur tilboðum frá PSG en Nasser Al-Khelaifi, forseti félagsins, segir það ekki rétt og að hann hafi aldrei talað við Zidane.

Þjálfarinn ætlar að bíða og sjá hvort að landsliðsþjálfarastaðan hjá Frakklandi losni eftir HM í Katar en það hefur alltaf verið draumur hans að þjálfa landsliðið.

Zidane hætti með Real Madrid á síðasta ári og hefur verið án starfs síðan en hann vill ekki útiloka það að taka við PSG í framtíðinni.

„Ég ætla aldrei að segja aldrei. Þegar ég var leikmaður þá gat ég valið að fara í nánast hvaða lið sem er í heiminum, en sem þjálfari þá er ég ekki með fimmtíu félög sem ég get þjálfað. Það eru tveir eða þrír möguleikar," segir Zidane í viðtalinu sem birtist í heild sinni í L'Equipe á morgun.

Christophe Galtier er að taka við PSG en hann gerir tveggja ára samning með möguleika á þriðja árinu. Félagið þarf að greiða 10 milljón evra riftunarákvæði í samningi Galtier við Nice.
Athugasemdir
banner
banner
banner