Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   lau 22. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Casadó búinn að semja við Barcelona
Yamal og Casado eru góðir félagar.
Yamal og Casado eru góðir félagar.
Mynd: EPA
Spánverjinn efnilegi Marc Casadó er búinn að gera nýjan samning við FC Barcelona sem gildir næstu fjögur árin.

Casadó er tvítugur varnartengiliður sem hefur aðeins spilað 58 mínútur með aðalliði Barca en hann þykir gífurlega mikið efni.

Þjálfarateymi Barca lítur á leikmanninn sem framtíðarsjtörnu á miðjunni, en Casadó á ekki nema þrettán leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar og hefur ekki spilað fyrir landsliðin síðustu fjögur ár, eða síðan hann var í U17.

Casadó hefur verið hjá Barca frá 13 ára aldri og verður spennandi að fylgjast með þróun hans á næstu árum. Búist er við að hann fái hlutverk með aðalliðinu á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner