Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 17:30
Sölvi Haraldsson
Þriðja versta pressuliðið á mótinu - „Vitum ekki hvernig pressan á að vera“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Enska landsliðið hefur valdið gífurlegum vonbrigðum með spilamennsku sinni á Evrópumótinu til þessa. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, telur að pressa enska liðsins sé ekki nægilega góð.


Við erum ekki að pressa nógu vel, og með engri ákæfð. Við getum ekki pressað jafn hátt upp völlinn og við gerðum í undankeppninni til dæmis. Einnig erum við ekki að halda nógu vel í boltann. Við þurfum að halda betur í hann.“ sagði Southgate í samtali við the Daily Telegraph og bætti svo við.

Við erum að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður (að vinna EM). Svo það verður einhver rússibani.

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, tekur undir með Southgate og segir í viðtali við BBC að liðið kunni ekki að pressa þegar andstæðingurinn fellur neðarlega á völlinn.

Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum að byrja leiki vel en þegar andstæðingurinn byrjar að falla aftar á völlinn vitum við ekki alveg hvernig pressan á að vera. Við vitum ekki hverjir eiga að fara í pressuna og hverjir ekki.“ sagði Kane.

Ef það er rýnt í tölfræðina er enska landsliðið þriðja versta pressuliðið á Evrópumótinu til þessa. Þeir eru í þriðja neðsta sæti fyrir að leyfa andstæðingunum sínum að senda eins margar sendingar og þeir vilja á milli sín án þess að setja neina pressu á þá eða bregðast við varnarlega.

Liðin sem eru slakari en Englendingar í þessum þáttum leiksins er Rúmenía og Albanía. En samkvæmt þessari tölfræði er Úkraína besta pressuliðið á Evrópumótinu en gestgjafarnir næstbestir.

Næsti leikur Englendinga er gegn Slóvenum á þriðjudaginn klukkan 19:00.


Athugasemdir
banner
banner