Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Waldemar valdi Dortmund framyfir Leverkusen
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn fjölhæfi Waldemar Anton mun ganga til liðs við Borussia Dortmund í sumar.

Waldemar er 27 ára gamall og leikur sem miðvörður að upplagi, en getur einnig spilað í stöðu hægri bakvarðar eða varnartengiliðs á miðjunni.

Hann er í þýska landsliðshópnum sem spilar EM á heimavelli eftir að hafa átt frábært tímabil með Stuttgart í þýsku deildinni.

Waldemar er með 22,5 milljón evru söluákvæði í samningi sínum við Stuttgart og hafa mörg stór félög verið orðuð við hann undanfarna mánuði, en Bayer Leverkusen og Dortmund leiddu kapphlaupið.

Nú er komið í ljós að Dortmund hefur unnið kappið og mun tilkynna Waldemar Anton sem nýjan leikmann á næstu dögum.

Waldemar er fæddur í Úsbekistan en flutti ungur til Þýskalands með fjölskyldu sinni.
Athugasemdir
banner
banner