
„Mér líður mjög vel, það er alltaf skemmtileg tilfinning að vinna leiki og að skora þrjú mörk á heimavelli og ná í þrjú stig. Það er ekkert hægt að biðja um meira." sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari fjölnis eftir 3-1 heimasigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Fjölnir 3 - 1 Þróttur R.
„Við vissum að þetta gæti orðið tricky og erfiður leikur. Þróttarar eru sprækir, mikið af ungum, sprækum og duglegum leikmönnum. Þeir sóttu svolítið á okkur framan af leik en við vörðumst vel, við áttum góðar sóknir, við fengum töluvert meira af færum en oft og skorum meira af mörkum heldur en oft. Heilt yfir mjög góður leikur."
Fjölnismenn skora mark rétt áður en flautað er til hálfleiks þegar Michael Bakare skorar annað mark heimamanna. Ási segir markið hafa verið mikilvægt.
„Þetta var gríðarlega mikilvægt. Michael var búinn að sleppa í gegn þarna rétt áður og þar gerði markmaðurinn þeirra mjög vel. Hann náði þessu marki, gerði mikið fyrir okkur og hjálpaði okkur inn í seinni hálfleikinn."
Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir