fim 22. júlí 2021 09:46
Fótbolti.net
Gylfi sagður fá sólarhringsstuðning frá Everton
Mynd: EPA
Enska blaðið Daily Mail segir að Gylfa Sigurðssyni hafi verið komið fyrir í sérstakt skjólshús á vegum Everton þar sem hann fái stuðning allan sólarhringinn.

Everton tilkynnti á mánudag að leikmaður félagsins hefði verið handtekinn en greint hefur verið frá því að umræddur leikmaður sé Gylfi Þór Sigurðsson.

Leikmaðurinn var handtekinn á föstudag, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Gylfi hef­ur ekki verið nafn­greind­ur í bresk­um fjöl­miðlum af lagalegum ástæðum en fjölmiðlar í öðrum löndum hafa nafngreint hann. Hann er því ekki nefndur á nafn í frétt Daily Mail.

Sagt er að það sé gæsla við umrætt skjólshús (enska: safe house) en að eiginkona hans sé komin til Íslands í faðm fjölskyldu sinnar. Ekki er búið að gefa út ákæru á hendur honum en málið er í ferli hjá lögreglu.
Athugasemdir
banner
banner
banner