Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 22. júlí 2024 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 13. umferð - Frábær frumraun í nýju liði
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.)
Bergþóra Sól hér fyrir miðju.
Bergþóra Sól hér fyrir miðju.
Mynd: Víkingur R.
Bergþóra gekk í raðir Víkings.
Bergþóra gekk í raðir Víkings.
Mynd: Víkingur
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, miðjumaður Víkings, er sterkasti leikmaður 13. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Hún var frábær á miðsvæðinu þegar Víkingur vann sterkan útisigur gegn Þór/KA.

„Frábær frumraun hjá henni," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í skýrslu sinni frá leiknum á Akureyri.

„Skorar laglegt mark og ljóst að hún verði frábær fyrir liðið ef hún heldur þessu áfram. Fór meira að segja í lyfjapróf eftir leikinn sem tók óralangan tíma svo hún komst ekki í viðtal hjá mér eftir leikinn."

Bergþóra skrifaði nýverið undir samning við Víking sem gildir út næsta tímabil. Hún kemur til félagsins frá Örebro í Svíþjóð. Bergþóra. sem er 21 árs miðjumaður, lék 20 leiki fyrir Örebro. Hún fór til Örebro frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki fyrir tæpu ári síðan.

„Hún er góður leikmaður og við erum í skýjunum með að hún hafi valið okkur því hún passar fullkomlega inn í okkar leikstíl. Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar en Þór/KA breytti þá skipulaginu. Við þurftum að aðlagast því og hún þurfti að berjast, hún sýndi þann styrkleika líka. Við elskum að hafa hana," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir sigurinn gegn Þór/KA er hann var spurður út í Bergþóru.

Víkingar eru í fjórða sæti Bestu deildarinnar en það hjálpar liðinu mikið að bæta Bergþóru í sinn leikmannahóp.

Sterkastar í fyrri umferðum:
12. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
11. umferð - Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
10. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
9. umferð - Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
8. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner