Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 22. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Tomiyasu og Tierney ekki með Arsenal til Bandaríkjanna
Takehiro Tomiyasu fer ekki með Arsenal til Bandaríkjanna
Takehiro Tomiyasu fer ekki með Arsenal til Bandaríkjanna
Mynd: EPA
Varnarmennirnir Kieran Tierney og Takehiro Tomiyasu fara ekki með Arsenal í æfingaferð til Bandaríkjanna en báðir eru að glíma við meiðsli.

Tierney kom aftur til Arsenal í sumar eftir að hafa eytt síðasta tímabili á láni hjá Real Sociedad á Spáni.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri og verður því áfram í Lundúnum. Framtíð hans er þó líklega ekki hjá Arsenal en hann virðist ekki vera í plönum Arteta fyrir tímabilið.

Tomiyasu er á meðan að glíma við meiðsli á hné. Báðir missa af mikilvægri æfingaferð Arsenal til Bandaríkjanna.

Japanski landsliðsmaðurinn spilaði 22 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann er fjölhæfur leikmaður sem Mikel Arteta væri vel til í að hafa kláran fyrir komandi tímabil.

Hann verður líklegra frá í 2-3 vikur, á mikilvægasta kafla undirbúningstímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner