Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, segist 100% viss um að miðjumaðurinn Carlos Baleba verði áfram hjá félaginu á þessu tímabili.
Manchester United reyndi að kaupa þennan 21 árs leikmann en dró sig til baka þegar ljóst var að Brighton ætlaði ekki að selja hann.
Baleba hefur byrjað báða úrvalsdeildarleiki Brighton á tímabilinu og hefur alls spilað 80 leiki fyrir félagið síðan hann kom frá Lille 2023.
Manchester United reyndi að kaupa þennan 21 árs leikmann en dró sig til baka þegar ljóst var að Brighton ætlaði ekki að selja hann.
Baleba hefur byrjað báða úrvalsdeildarleiki Brighton á tímabilinu og hefur alls spilað 80 leiki fyrir félagið síðan hann kom frá Lille 2023.
Hurzeler var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort Kamerúninn yrði áfram, jafnvel þó stórt tilboð myndi berast?
„Já ég er 100% viss um að hann verði áfram. Ef það væri hægt að vera meira en 100% viss þá myndi ég nefna þá tölu," svaraði Hurzeler.
Brighton hefur fengið Maxim de Cuyper frá Club Brugge, Olivier Boscagli frá PSV Eindhoven og Diego Coppola frá Hellas Verona í sumar svo einhverjir séu nefndir. Hurzeler býst ekki við fleiri leikmönnum inn fyrir gluggalok á mánudag.
„Ég býst við að við séum búnir á markaðnum. Það er stundum ekki sniðugt að segja það opinberlega, en ég er mjög ánægður með hópinn," segir Hurzeler.."
Athugasemdir