Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. ágúst 2019 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Kolbeinn spilaði í tapi á útivelli gegn Celtic
Kolbeinn niðurlútur.
Kolbeinn niðurlútur.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfarnir eru í góðum málum.
Úlfarnir eru í góðum málum.
Mynd: Getty Images
Það var leikið í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðin eru á síðustu hindrun fyrir riðlakeppnina.

Sjá einnig:
Evrópudeildin: Rúnar skoraði og fagnaði sigri í Íslendingaslag
Evrópudeildin: Arnór Ingvi nálægt riðlakeppninni

Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans í AIK hafa verk að vinna á heimavelli sínum í næstu viku eftir tap gegn Celtic á útivelli í kvöld. Skosku meistararnir skoruðu tvisvar í seinni hálfleiknum og unnu leikinn 2-0.

Kolbeinn var í byrjunarliði AIK og lék hann rúmlega 70 mínútur í leiknum í kvöld.

Albert Guðmundsson lék hálftíma þegar AZ Alkmaar gerði jafntefli á heimavelli gegn Antwerp. Leikurinn endaði 1-1 og fer Antwerp því með útivallarmark til Belgíu. Antwerp komst yfir í leiknum í fyrri hálfleik, en Myron Boadu jafnaði fyrir AZ á 82. mínútu.

Þá var Sverrir Ingi Ingason ónotaður varamaður hjá gríska liðinu PAOK í 1-0 tapi gegn Slovan Bratislava á útivelli.

Úlfarnir á fínum málum
Að öðrum athyglisverðum úrslit í kvöld þá gerðu Ludogorets og Maribor markalaust jafntefli á heimavelli Ludogorets. Maribor sló Val úr forkeppni Meistaradeildarinnar og Ludogorets sló Val úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers gerðu markalaust jafntefli á útivelli gegn Legia Varsjá. Fer Gerrard annað árið í röð með Rangers í riðlakeppni Evrópudeildarinnar?

Fínar líkur eru á því að Úlfarnir spili í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-2 útisigur á Torino, sem er í ítölsku úrvalsdeildinni. Gríðarlega sterk úrslit hjá Úlfunum. Diogo Jota og Raul Jimenez voru báðir á skotskónum.

Espanyol, sem sló út Stjörnuna í þessari keppni, vann 3-1 sigur á Zorya frá Úkraínu á heimavelli sínum í Barcelona og Linfield frá Norður-Írlandi vann 3-2 sigur á Qarabag, fyrrum félagi Hannesar Þórs Halldórssonar, landsliðsmarkvarðar.

Öll úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni má sjá hérna. Seinni leikirnir eru í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner