Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   fim 22. ágúst 2024 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 17. umferðar - Blásið til sóknar
Linda Líf Boama var frábær fyrir Víkinga.
Linda Líf Boama var frábær fyrir Víkinga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Samantha Smith lék frábærlega fyrir Blika.
Samantha Smith lék frábærlega fyrir Blika.
Mynd: Breiðablik
Lillý Rut Hlynsdóttir, varnarmaður Vals.
Lillý Rut Hlynsdóttir, varnarmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er heldur betur blásið til sóknar í liði 17. umferðar í Bestu deild kvenna og það er kannski ekki skrítið þar sem það voru skoruð 25 mörk í fimm leikjum í þessari umferð sem dreifðist yfir tvær vikur út af bikarúrslitaleiknum.

Leikur umferðarinnar var klárlega í Keflavík þar sem heimakonur töpuðu 3-4 gegn FH. Gestirnir úr Hafnarfirði lentu 3-0 undir en komu til baka og unnu leikinn.

Hildur Katrín Snorradóttir, fædd árið 2008, átti frábæra innkomu í leikinn og er í liði umferðarinnar ásamt liðsfélaga sínum, Hildigunni Ýr Benediktsdóttir. Guðni og Hlynur Eiríkssynir, þjálfarar FH, eru þjálfarar umferðarinnar eftir svakalega hálfleiksræðu.



Ariela Lewis úr Keflavík kemst einnig í lið umferðarinnar en hún skipti nýverið yfir frá Aftureldingu. Hún átti frábæran leik þar sem hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Víkingur fór illa með Tindastól og þar voru Linda Líf Boama og Freyja Stefánsdóttir að tengja vel í sóknarleiknum. Emma Steinsen Jónsdóttir var þá mjög góð líka.

Í 4-2 sigri Breiðabliks á Þrótti var Samantha Smith best en hún er nýkomin til félagsins frá FHL. Hún lék á als oddi og var Vigdís Lilja Kristjánsdóttir einnig mjög öflug.

Erin McLeod stóð sig vel í markinu hjá Stjörnunni í jafntefli gegn Þór/KA en Hulda Ósk Jónsdóttir var besti leikmaður vallarins.

Lillý Rut Hlynsdóttir var þá maður leiksins í sigri Vals gegn Fylki en Valskonur, sem urðu bikarmeistarar á dögunum, eru á toppi deildarinnar með einu stigi meira en Breiðablik.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner