Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 01. ágúst 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 15. umferðar - Flest úr Val og léku gamla liðið grátt
Valur fagnar sigrinum í gær.
Valur fagnar sigrinum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shaina reyndist gömlu félögunum erfið.
Shaina reyndist gömlu félögunum erfið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María er í sjötta sinn í sumar í liði umferðarinnar.
Sandra María er í sjötta sinn í sumar í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur á auðvitað flesta fulltrúa í liði umferðarinnar eftir sigur gegn Breiðabliki í uppgjöri efstu tveggja liðanna í gærkvöldi. Valsliðið vann sanngjarnan sigur á slöku Blikaliði.

Katie Cousins var hetja Vals í leiknum en hún og Berglind Rós Ágústsdóttir voru stórkostlegar saman á miðsvæðinu. Natasha Anasi lék þá vel í vörn Vals. Pétur Pétursson er þjálfari umferðarinnar en hann lagði leikinn frábærlega upp ásamt þjálfarateymi sínu.



Stjarnan heldur áfram að bæta sig varnarlega en liðið vann 0-1 útisigur gegn Fylki í Árbænum. Anna María Baldursdóttir var frábær í vörninni þar og Erin McLeod sýndi reynslu sína í markinu.

Í hinum þremur leikjunum var algjör markaveisla. Víkingur vann endurkomusigur á FH, 3-2. Shaina Ashouri reyndist sínum gömlu liðsfélögum erfið og skoraði tvö. Erna Guðrún Magnúsdóttir var einnig góð sínu gamla liði, en hún er uppalin í FH.

Þróttur vann þá 4-2 sigur á Keflavík eftir að hafa lent 0-2 undir. María Eva Eyjólfsdóttir fór fyrir endurkomunni og Sæunn Björnsdóttir lék einnig frábærlega.

Þá gerðu Tindastóll og Þór/KA 3-3 jafntefli í skemmtilegum leik. Sandra María Jessen var mjög góð í leiknum og er í sjötta sinn í sumar í liði umferðarinnar. Jordyn Rhodes skoraði tvennu fyrir Tindastól í leiknum.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner