Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 29. júlí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 14. umferðar - Berglind í fyrsta sinn í sumar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan á flesta fulltrúa í sterkasta liði 14. umferðar Bestu deildar kvenna eftir 1-2 útisigur gegn FH. Stjarnan kom sér upp í efri hluta deildarinnar með sigrinum.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var besti leikmaður vallarins að mati Fótbolta.net en Andrea Mist Pálsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir stóðu sig einnig vel. Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt Stjörnunni til sigurs í þessum leik.



Berglind Björg Þorvaldsdóttir er í fyrsta sinn í liði umferðarinnar í sumar en hún skoraði tvennu í sigri Vals á Sauðárkróki. Berglind, sem á að baki 72 landsleiki, er komin til baka eftir barnsburð. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði einnig tvennu fyrir Val gegn Tindastóli og er í fimmta sinn í liði umferðarinnar í sumar.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, er í fjórða sinn í liði umferðarinnar í sumar þar sem hún gerði sigurmarkið í 0-1 sigri gegn Fylki. Erna Sólveig Sverrisdóttir lék vel fyrir Fylki í leiknum.

Markvörðurinn Harpa Jóhannsdóttir kom inn í markið þegar Þór/KA vann sigur gegn Keflavík og átti frábæran leik en Hulda Ósk Jónsdóttir gerði sigurmarkið þar.

Þá voru Jelena Tinna Kujundzic og Selma Dögg Björgvinsdóttir bestar í markalausu jafntefli Þróttar og Víkinga.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner