
Hólmfríður Magnúsdóttir átti góðan leik í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld.
Hólmfríður skoraði fyrra mark Íslands í öruggum sigri sem var í raun aldrei í hættu. Gestirnir á Laugardalsvelli áttu varla skot á markið og Hólmfríður var dugleg að ógna þeim.
Hólmfríður skoraði fyrra mark Íslands í öruggum sigri sem var í raun aldrei í hættu. Gestirnir á Laugardalsvelli áttu varla skot á markið og Hólmfríður var dugleg að ógna þeim.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Hvíta-Rússland
„Við sköpuðum okkur mikið af færum en það var erfitt að opna þær. Eftir að fyrsta markið kom létti þetta aðeins á okkur, en við vissum að þessi leikur yrði alger þolinmæðisvinna, ég er rosalega ánægð með sigurinn og þrjú stig í fyrsta leik," sagði Hólmfríður við Fótbolta.net.
„Þetta var mjög erfitt en það var gott að fá bakverðina upp, þannig fengum við góðar fyrirgjafir og það opnaði meira fyrir leikinn. Við gátum skorað fleiri mörk, en það datt ekki inn í dag. En við unnum, skoruðum tvö mörk, þrjú stig, fyrsti leikur, og þetta getur ekki verið betra. Það var frábær stemning og Tólfan var frábær í dag og allir sem mættu voru frábærir, svona á þetta bara að vera í hverjum leik," sagði Hólmfríður.
„Það er alltaf gaman að skora en mér er svosum sama hver skorar mörkin, bara að við fáum þrjú stig."
Athugasemdir