Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 13:30
Innkastið
„Víkingur þarf að endurnýja leikmannahópinn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík var til umræðu í Innkastinu í gær en liðið er í 9. sæti í Pepsi Max-deildinni eftir að hafa stefnt á að fara í titilbaráttu fyrir mót.

Víkingur vann síðast leik þann 19. júlí en sérfræðingar Innkastsins vilja ekki meina að orðið sé heitt undir Arnari Gunnlaugssyni þjálfara liðins.

„Víkingur þarf að endurnýja leikmannahópinn. Ég held að það sé enginn betri þjálfari til að þjálfa þetta lið en Arnar Gunnlaugsson," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær.

„Það vantar markaskorara og að mínu mati betur spilandi hafsenta. Það vantar vængmann sem er óhræddur við að keyra inn á völlinn og búa til hættur á síðasta þriðjungi. Einhvern sem getur köttað inn og skotið á markið eða stungið sér inn á milli lína."

Ingólfur Sigurðsson sagði: „Maður var rosalega spenntur fyrir Víkingum fyrir mót og hafði bullandi trú á þessu en þetta hafa því miður verið mikil vonbrigði. Ef deildin væri aðeins eðlilegri þá væru þeir í bullandi botnbaráttu. Ef Fjölnir og Grótta væru ekki arfaslök þá væru þeir í botnbaráttu."

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Vonbrigðin eru víða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner