Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. september 2021 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fylkir vill halda Rúnari Páli - Helgi Valur hættir
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur mun leggja skóna á hilluna.
Helgi Valur mun leggja skóna á hilluna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson tók við sem þjálfari Fylkis í ágúst og hefur stýrt liðinu í undfanförnum þremur leikjum, tveimur í deildinni og einum leik í bikarnum.

Fylkir féll úr efstu deild á mánudag þegar HK lagði Stjörnuna að velli og kom sér fjórum stigum frá Fylki þegar ein umferð er eftir.

Sjá einnig:
„Auðvitað hefur verið meira partý"

Í fyrsta leik undir stjórn Rúnars tapaði Fylkir naumlega gegn KA fyrir norðan og í öðrum leik tapaði liðið gegn Víkingi eftir framlengdan leik í Mjólkurbikarnum. Síðasta sunnudag tapaði liðið svo sannfærandi gegn ÍA.

Fótbolti.net ræddi í dag við Hrafnkel Helga Helgason, formann meistaraflokksráðs Fylkis, um þjálfaramálin,

Eruði ánægðir hvernig Rúnar Páll hefur komið inn í hlutina?

„Já, hann er búinn að vera flottur. Það er mikið 'passion' í honum og maður tók eftir því að það var mikið tempó á æfingum og það er mjög gott. Hann reyndi að koma sínum áherslum inn á stuttum tíma en því miður gekk það ekki upp í þetta skiptið," sagði Hrafnkell.

Vilja halda Rúnari
Viljiði halda Rúnari áfram sem þjálfara liðsins?

„Já, það er áhugi fyrir því að framlengja þetta samstarf. Við höfum rætt saman og hann hefur áhuga á því að vera áfram. Honum líst vel á félagið og umhverfið í kring. Við munum sitjast niður og ráða málin fljótlega."

Helgi Valur að hætta og erlendu leikmennirnir ekki áfram
Teluru að það verði miklar mannabreytingar á liði Fylkis fyrir komandi tímabili?

„Við vitum ekki nákvæmlega en við vitum að sumir eru að hætta. Helgi Valur er alla vega að hætta og síðan verða alltaf einhverjar breytingar. Erlendu leikmennirnir verða mjög líklega ekki áfram o.s.frv.. Óhjákvæmilega verða einhverjar breytingar en hverjar þær verða er ekki 100% ljóst ennþá," sagði Hrafnkell.

Lokaleikur Fylkis þetta tímabilið verður gegn Val á heimavelli á laugardag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner