Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. september 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vísir 
Íhugar að leggja flautuna á hilluna eftir slagsmálin í Vesturbæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Árnason er að íhuga að leggja flautuna á hilluna. Frá þessu sagði hann í samtali við Stöð 2 Sport.

Þorvaldur settist niður með Ríkharð Óskari Guðnasyni eftir að hann dæmdi leik KR og Víkings þar sem lætin voru mikil undir lokin. Það brutust út slagsmál undir lokin.

„Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega," sagði Þorvaldur í viðtalinu.

„Það er ekki eins og maður flauti af eftir svona leik, poppi og hafi gaman. Ætli ég hafi ekki sofnað hálf sex í nótt? Og ég skal bara viðurkenna að það er ekki auðvelt að koma heim til átta ára drengsins míns, sem er mikill fótboltaáhugamaður, og útskýra það sem fór fram. Ég ætla að vona að ég þurfi aldrei að gera það aftur."

Þorvaldur sagðist velta því fyrir sér af hverju hann væri að standa í þessu, eftir svona leik. Hann væri að hugsa um að leggja flautuna á hilluna eftir tímabilið.

Það er búið að setja Þorvald á leik í lokaumferðinni í Pepsi Max-deildinni en hann er ekki viss um hvort hann muni dæma hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner