Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. september 2021 11:23
Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn hættur með Völsung (Staðfest)
Jóhann Kristinn á hliðarlínunni í sumar.
Jóhann Kristinn á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson er hættur þjálfun liðs Völsungs í 2. deild karla.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tilkynnti hann stjórn og leikmönnum Völsungs í gær að hafi valið að hætta þjálfun liðsins.

Jóhann Kristinn hefur þjálfað Völsung undanfarin fimm ár og hafði þar á undan þjálfað liðið í þrjú ár frá 2009-2011.

Völsungi var spáð í neðri hluta 2. deildarinnar í sumar en voru í mikilli toppbaráttu allt þar til yfir lauk og enduðu mótið í 3. sæti, aðeins einu stigi frá sæti í Lengjudeildinni.

Jóhann Kristinn er 41 árs og auk Völsungs hefur hann þjálfað kvennalið Þórs/KA sem hann gerði að Íslandsmeisturum sumarið 2012.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner