Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 22. september 2021 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Man City hafnaði tilboði frá Dortmund í Delap
Liam Rory Delap, 18 ára gamall leikmaður Manchester City og unglingalandsliðsmaður hjá Englandi, skrifaði undir nýjan samning í ágúst sem bindur hann við félagið til 2026.

Enskir fjölmiðlar herma að Man City hafi sett viðræður við Delap í forgang í lok sumars vegna tilboðs sem barst í hann frá Borussia Dortmund.

Dortmund hefur verið duglegt að stela ungstirnum úr enska boltanum þar sem þeir fá að njóta sín meira í Þýskalandi. Jadon Sancho og Jude Bellingham eru frábær dæmi um slíka leikmenn og vildi Dortmund bæta Delap við hópinn.

Man City er sagt hafa hafnað 15 milljón punda tilboði í Delap og boðið honum nýjan samning í kjölfarið.

Liam Delap er sonur fyrrum úrvalsdeildarleikmannsins og írska landsliðsmannsins Rory Delap.
Athugasemdir
banner
banner
banner