Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   fös 22. september 2023 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi Þór vill bæta markamet íslenska landsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik í fótbolta fyrr í kvöld eftir um tveggja og hálfs árs fjarveru. 


Gylfi Þór kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Vejle í efstu deild danska boltans og svaraði spurningum að leikslokum. Þar viðurkenndi Gylfi að hafa komist afar nálægt því að leggja fótboltaskóna á hilluna í banninu og að það hafi verið erfitt fyrir sig að koma sér í rétt stand andlega til að geta hafið líkamlega undirbúningsvinnu aftur að fullu.

Gylfi er 34 ára gamall og hefur gert samning við Lyngby sem gildir út tímabilið.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá vissi ég ekki hvort ég myndi spila fótbolta aftur. Síðustu mánuði var ég ekki með nægan metnað til að fara í gegnum þá vinnu sem þarf til að koma sér aftur í rétt ástand til að spila fótbolta," sagði Gylfi að leikslokum, en hann fékk að spila síðustu 20 mínútur leiksins gegn Vejle við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna.

„Móttökur stuðningsmanna þegar ég kom inná völlinn gerðu mér erfitt fyrir að stjórna hjartslættinum og einbeita mér að því að spila fótbolta. Þetta var eitthvað sérstakt og eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir. Ég vonast til að geta endurgoldið þetta á tímabilinu."

Gylfi viðurkennir að hann sé smá ryðgaður en býst ekki við að það sé langt í að hann geti verið að spila uppá sitt besta. Hann segir að draumurinn sé að komast aftur í íslenska landsliðið til að reyna að bæta markametið.

„Stærsta markmiðið mitt er að bæta markamet íslenska landsliðsins, þar sem ég er aðeins einu marki frá því að jafna metið. Það er stórt markmið fyrir mig að spila aftur fyrir Ísland."

Gylfi var síðast á mála hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni en þar áður lék hann meðal annars fyrir Tottenham, Hoffenheim og Swansea. Það eru því mikil gæði í Gylfa sem gæti reynst afar mikilvægur í danska boltanum.


Athugasemdir
banner
banner