Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. október 2019 12:37
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars og Andy Cole með Campbell til Southend
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sol Campbell, fyrrum varnarmaður Arsenal og Tottenham, er við það að taka við sem stjóri Southend í ensku C-deildinni.

Henrik Larsson, fyrrum framherji Barcelona og Manchester United, var nálægt því að taka við Southend í síðustu viku en viðræður þar sigldu í strand á síðustu stundu.

Campbell hætti störfum hjá Macclesfield í ágúst vegna fjárhagsvandræða.

Fyrrum íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hafði verið aðstoðarmaður Campbell í stuttan tíma og samkvæmt fréttum frá Englandi verður hann aðstoðarstjóri Southend ef Campbell tekur við liðinu.

Andy Cole, fyrrum framherji Manchester United, verður einnig í þjálfaraliði félagsins samkvæmt fréttum frá Englandi.

Campbell og Hermann verða í stúkunni í kvöld þegar Southend mætir Doncaster í ensku C-deildinni.

Southend er í 22. sæti í ensku C-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti. Campbell og Hermann fá því alvöru áskorun í að koma liðinu af fallsvæðinu.

Sjá einnig:
Hemmi Hreiðars: Það hefði verið gaman að fylgja þessu eftir (15. ágúst)
Miðjan - Skemmtilegur ferill Hemma Hreiðars (12. febrúar)
Athugasemdir
banner
banner