Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. október 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Jaap Stam segir að Newcastle hafi talað við sig
Jaap Stam.
Jaap Stam.
Mynd: Getty Images
Jaap Stam segir að Newcastle hafi rætt við sig í sumar um að taka við sem knattspyrnustjóri en hann hafi ekki getað samþykkt tilboðið því hann hafði þegar samþykkt að taka við Feyenoord.

Newcastle var í leit að nýjum stjóra eftir að Rafa Benítez yfirgaf St. James' Park. Félagið endaði á að ráða Steve Bruce.

„Newcastle hafði samband eftir að ég samþykkti að taka við Feyenoord. Ég er maður minna orða," segir Stam.

Þessi fyrrum varnarmaður Manchester United hóf sinn stjóraferil á Englandi þegar hann tók við Reading.

2018 tók hann við PEC Zwolle í Hollandi. Feyenoord er sem stendur í 10. sæti í hollensku deildinni.

Newcastle er í 18. sæti í ensku úrvalsdeildinni og hefur aðeins unnið tvo deildarleiki til þessa, áhugavert er að þeir sigurleikirnir komu gegn Tottenham og Manchester United.
Athugasemdir
banner