Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. október 2019 09:28
Magnús Már Einarsson
Pochettino óttast að vera rekinn
Powerade
Mynd: Getty Images
Adrien Rabiot er orðaður við Tottenham.
Adrien Rabiot er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Hvað gerist í janúar glugganum? Ensku slúðurblöðin eru með sínar vangaveltur. Skoðum slúðurpakka dagsins.



Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, óttast að vera rekinn eftir dapurt gengi liðsins að undanförnu. (Mirror)

Juventus og Atletico Madrid eru að berjast um Nathan Ferguson (19) varnarmann WBA. (Sun)

Ferguson er einnig á óskalista Leeds. (Football Insider)

Crystal Palace vill fá franska framherjann Olivier Giroud (33) frá Chelsea í janúar. (Sun)

Real Madrid ætlar ekki að reyna að fá danska miðjumanninn Christian Eriksen frá Tottenham í janúar nema félagið selji nokkra leikmenn fyrst. (AS)

Real ætlar að bjóða Tottenham að fá Isco (27) og Mariano Diaz (26) í skiptum fyrir Eriksen. (El Desmarque)

Tammy Abraham (22) er nálægt því að ganga frá nýjum samningi við Chelsea. (Star)

Tottenham er alvarlega að íhuga að fá Adrien Rabiot (24) miðjumann Juventus í sínar raðir. (Sport Witness)

Crystal Palace er að undirbúa tuttugu milljóna punda tilboð í Alfredo Morelos (23) framherja Rangers í Skotlandi. Aston Villa hefur líka áhuga. (Scottish Sun)

Barcelona hefur náð að binda endi á rifrildi við Atletico Madrid eftir kaupin á Antoine Griezmann (28) í sumar með því að borga fimmtán milljónir evra aukalega fyrir leikmanninn. (El Mundo)

Fred (26) miðjumaður Manchester United segist hægt og rólega vera að aðlagast enska boltanum. Fred kom til United frá Shakhtar Donetsk á 47 milljónir punda í fyrrasumar. (Telegraph)

Derby hefur látið Wayne Rooney (33) fá kröftugt æfingaplan til að hann verði í góðu formi þegar hann fær leikheimild með liðinu í janúar. (Mail)

Zinedine Zidane segist vilja vera þjálfari Real Madrid að eilífu. (Marca)

Arsenal er í bílstjórasætinu í baráttunni um Dayot Upamecano (20) varnarmann RB Leipzig en hann er metinn á 50 milljónir punda. (Mail)

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, gæti valið Gianluigi Buffon (41) markvörð Juventus og Daniele De Rossi (36) miðjumann Boca Juniors í hóp fyrir EM næsta sumar. (Mail)

Sol Campbell, fyrrum varnarmaður Arsenal og Tottenham, er í viðræðum um að taka við Southend í ensku C-deildinni. (Sky Sports)

Verið er að skoða að bæta við skiptingu vegna höfuðmeiðsla eftir að í ljós kom að fyrrum fótboltamenn eru 3,5 sinnum líklegri til að verða fyrir heilabilun en aðrir. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner