Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. október 2020 09:57
Elvar Geir Magnússon
„Versnar með hverjum deginum" - Real Madrid fær á baukinn
Forsíða Marca.
Forsíða Marca.
Mynd: Marca
Spænskir fjölmiðlar hakka Real Madrid í sig en gríðarlega óvænt úrslit urðu í Meistaradeildinni í gær þegar Madrídingar töpuðu 2-3 fyrir löskuðu liði Shaktar Donetsk.

Tíu aðalliðsmenn, þarf af marga lykilmenn, vantaði í úkraínska liðið og sagði þjálfari þess fyrir leik að hann væri að upplifa martröð.

Mundo Deportivo greip boltann á lofti og var með fyrirsögnina "MARTRÖÐ í aðdraganda El Clasico" en um komandi helgi leikur Real Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni.

Á forsíðu Marca er sagt að Real Madrid sé í frjálsu falli og fyrirsögnin er "Versnar með hverjum deginum".

Zidane tekur ábyrgðina
„Ég sá ekki liðið sem ég vildi og tek á mig sökina. Þetta var vondur leikur, vont kvöld. Ég er þjálfarinn og þarf að finna lausnir. Við eigum skilið að fá gagnrýni, allir saman en fyrst og fremst ég," segir Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.

Zidane ákvað að hvíla menn í leiknum í gær, með komandi leik gegn Barcelona í huga. Varnarleikur liðsins var í molum.

„Við erum að leika á þriggja daga fresti en það er engin afsökun. Ég tók ákvarðanir og þarf að finna leið til að við verðum öflugir á ný. Ég hef nokkra daga."
Athugasemdir
banner
banner