Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   fös 22. október 2021 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Arsenal og Aston Villa: Saka klár í slaginn
Það er einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld; Arsenal tekur á móti Aston Villa.

Búist er við spennandi viðureign þar sem bæði lið eru á svipuðu reiki um miðja úrvalsdeild. Arsenal er í tólfta sæti með stigi meira en Villa sem er í sætinu fyrir neðan.

Arsenal spilaði mjög illa á heimavelli gegn Crystal Palace síðasta mánudag, en liðið náði að bjarga stigi á síðustu stundu.

Alexandre Lacazette skoraði jöfnunarmarkið gegn Palace. Hann kemur inn í byrjunarliðið hjá Arsenal í kvöld. Lacazette kemur inn fyrir Nicolas Pepe, Nuno Tavares kemur inn fyrir meiddan Kieran Tierney og Albert Sambi Lokonga byrjar á kostnað Martin Ödegaard.

Bukayo Saka fór meiddur af velli gegn Palace en hann er klár í slaginn í kvöld.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, breytir ekki liði sínu frá tapinu gegn Úlfunum um síðustu helgi - sama lið og þá.

Byrjunarlið Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, Gabriel, White, Tavares, Lokonga, Partey, Saka, Smith Rowe, Aubameyang, Lacazette.
(Varamenn: Leno, Cedric, Holding, Kolasinac, Maitland-Niles, Elneny, Odegaard, Pepe, Martinelli)

Byrjunarlið Aston Villa: Martinez, Tuanzebe, Konsa, Mings, Cash, Luiz, McGinn, Targett, Buendia, Ings, Watkins.
(Varamenn: Steer, Hause, Young, Nakamba, Ramsey, Sanson, Bailey, El Ghazi, Archer)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner