Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. október 2021 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir og Heimavöllurinn.is í Kringlunni
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er risa viðburður í Kringlunni á morgun, laugardaginn 23. október á milli klukkan 13 og 15. Sara Björk, einn besti leikmaður í heimi og leikmaður Lyon, mun árita varning frá Heimavellinum og gefst aðdáendum tækifæri á því að fá mynd með Söru.

Sara Björk er á landinu þessa dagana þar sem hún á von á barni en snýr svo aftur til Lyon í Frakklandi. Sara Björk sem var fyrst kvenna til að vera kosin íþróttamaður ársins tvisvar hefur spilað með Rosengard, Wolfsburg og Lyon í atvinnumennsku og hefur unnið alla stærstu titla sem eru í boði í Evrópu.

„Við héldum samskonar viðburð á Símamótinu þar sem Sara mætti og færri komust að en vildu. Eftir að hafa fengið mörg skilaboð þar sem fólk var svekkt yfir því að hafa misst af henni þar þá ætlum við að mæta í Kringluna á morgun. Það skiptir svo miklu máli að fótboltakrakkar fái tækifæri á því að hitta fyrirmyndina sína og þessvegna ákváðum við í samstarfi við Söru Björk að halda annan viðburð áður en hún fer út aftur. Hún áritar vörur frá Heimavellinum sem í leiðinni hjálpar okkar verslun að breyta leiknum enn frekar og gera knattspyrnukonur enn sýnilegri,” sagði Hulda Mýrdal frá Heimavellinum.

Viðburðurinn er á vegum Heimavallarins sem hefur verið fjallað um knattspyrnu kvenna síðustu þrjú ár á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með hlaðvarpsþátt.

Heimavöllurinn.is er vefverslun sem var stofnuð í desember 2020 og hefur hannað plaköt með hvatningarorðum frá leikmönnum ásamt því að vera með sérmerktar treyjur frá liðum sem helstu stjörnur Íslands spila með.

„Eftir að hafa fjallað um knattspyrnu kvenna í öllum deildum hér heima síðustu 3 ár og séð eftirspurnina eftir efni frá fótboltastelpum og foreldrum þá varð að gera eitthvað meira til að koma knattspyrnukonum betur í sviðsljósið," sagði Hulda

„Það er staðreynd að þriðjungur knattspyrnuiðkenda hér á landi eru stelpur. Árangurinn sem íslenskar knattspyrnukonur hafa náð síðustu ár er magnaður. Það vantar því ekki áhuga né árangur."

„Það skiptir gríðarlega miklu máli að fótboltakrakkar hafi fjölbreyttar fyrirmyndir og þess vegna var vefverslunin stofnuð. Það skiptir miklu máli að stelpur sjái að þær geti geti þetta allt saman og það séu til vörur sem þær geti speglað sig í, hvort sem það eru plaköt eða treyjur. Ég hafði fengið mikið af skilaboðum þar sem það var ekki upplifun margra stelpna og foreldra þegar kom að vöruúrvali í íþróttabúðum. Ef kvenkyns fyrirmyndir eru ekki sýnilegar gefur það skýr skilaboð og margir foreldrar eru orðnir þreyttir á því. Eins þurfa strákar fjölbreyttar fyrirmyndir. Af hverju ætti strákum að detta í hug að eiga kvenkyns fyrirmynd sem er geggjaður leikmaður ef þær eru hvergi sýnilegar í íþróttabúðum?"

„Þetta er ekki flókið. Það á að vera jafn sjálfsagt að strákur sé í Gunnarsdóttir treyju og að stelpa sé í Sigurðsson treyju. Við viljum breyta leiknum fyrir framtíðina."
Athugasemdir
banner
banner