Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 22. október 2021 21:48
Sverrir Örn Einarsson
Steini: Þær fóru allavega út að hita á stuttbuxum
VIljum vera áfram í bílstjórasætinu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 4-0 sigur Íslands á Tékklandi fyrr í kvöld.
Þorsteinn var spurður um þróun liðsins undir hans stjórn og hver næstu skref í riðlinum væru.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Tékkland

„Grundvallaratriðið fyrir okkur farandi inn í þennan leik var að halda þeirri stöðu áfram að við myndum ráða niðurstöðunni í riðlinum. Við erum ennþá í bílstjórasætinu með það og það er undir okkur sjálfum komið hver niðurstaðan verður í riðlinum og að komast á HM.“

„Þannig leit ég á þennan leik sjálfur þótt ég hafi ekki sagt það svo sem við þær nákvæmlega en við þyrftum að vera áfram í bílstjórasætinu og við erum það ennþá.“


Veðrið í Laugardal í kvöld var ekki með besta móti en Ásmundur Haraldsson aðstoðarmaður Þorsteins talaði um í viðtali við RÚV fyrir leik að að liðið hugsaði þannig að það væri þeim í hag að það væri blautt og kalt á vellinum. Fannst Þorsteini veðrið vera með Íslandi í liði.

„Ég veit það ekki. Þær eru ábyggilega vanar að spila í allskonar veðri. Vindurinn er kannski sjaldnar hjá þeim heldur en okkur en þær fóru allavega út að hita á stuttbuxum svo að það var ekki eins og þeim væri kalt þegar þær voru að byrja að hita upp.“
Athugasemdir
banner
banner
banner