fös 22. október 2021 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarna Bodö/Glimt var í 'Flow Kingz' með Haaland
Erik Botheim og Haaland.
Erik Botheim og Haaland.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Erik Botheim fór á kostum í gær þegar Bodö/Glimt vann 6-1 sigur gegn Roma í Sambandsdeild UEFA.

Botheim skoraði tvö og lagði upp þrjú fyrir norsku meistarana í þessum frækna sigri.

Þessi norski sóknarmaður hefur skorað 13 mörk í 21 leik í norsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabilinu. Það er búist við því að hann verði kominn í stærra félag von bráðar.

Botheim er mikill vinur besta fótboltamanns Noregs, Erling Braut Haaland, sem er í dag einn eftirsóttasti fótboltamaður í heimi. Hann hefur raðað inn mörkunum fyrir Borussia Dortmund í Þýskalandi og þykir einn sá besti í sinni stöðu.

Þeir voru saman í sönghóp þegar þeir voru yngri, Botheim og Haaland. Þeir kölluðu sig 'Flow Kingz' og gáfu út þetta skemmtilega lag sem má hlusta á hér að neðan. Myndbandið er einnig gott.

Lagið heitir 'Kygo jo'. Botheim er í svörtum stuttermabol í myndbandinu og með derhúfu. Haaland er í hettupeysu og með derhúfu. Með þeim í hópnum var Erik Tobias Sandberg, sem er á mála hjá Lilleström.

Sjá einnig:
Valtaði yfir átrúnaðargoð sitt - „Alvöru íslensk stoðsending"


Athugasemdir
banner
banner
banner