fös 22. nóvember 2019 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Guðni: Jens er með símanúmerið mitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson, varnarmaður íslenska landsliðsins, er ekki ánægður með stöðu sína hjá Krasnodar í Rússlandi. Miðað við ummæli hans við Norrköpings Tidningar þá væri hann til í að fara aftur til Norrköping.

„Jens er með símanúmerið mitt," sagði Jón Guðni léttur við NT, en þar á hann við Jens Gustafsson, þjálfara Norrköping.

„Nei, það er eiginlega bara grín, en ég átti frábæran tíma hjá Norrköping. Ég get bara sagt jákvæða hluti um félagið."

Jón Guðni, sem er þrítugur að aldri, spilaði með Norrköping frá 2016 til 2018 við góðan orðstír. Hann fór til Krasnodar í fyrra, en hefur ekki spilað stórt hlutverk þar.

„Þetta er ekki góð staða. Ég get bara spilað þegar það eru meiðsli eða leikbönn," sagði landsliðsmaðurinn.

Jón Guðni verður mögulega seldur frá Krasnodar í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner